Saga eldstæðanna
Þegar við hjónin vorum að hanna sólpallinn okkar langaði okkur að geta átt fleiri góðar stundir á sólpallinum fram eftir á fallegum kvöldstundum.
Þá kom hugmyndin um gaseldstæði upp, sem gæfi hita, fallega birtu og skapaði skemmtilega og notalega stemningu. Komumst við að því að við fundum ekkert hér á landi sem uppfyllti óskir okkar.
Því fórum við í að hanna og smíða fyrsta eldstæðisborðið sem er fyrirmyndin að FUNI-STEINN.
Þegar sólpallurinn var tilbúinn og eldstæðisborðið klárt jukust úti samverustundir með börnum og barnabörnum til muna. Þegar gesti bar að garði höfðu margir orð á því að þeir myndu vilja hafa svona hjá sér, og þá fór boltinn að rúlla.
Okkur langaði að fleiri fengju að njóta.
Við bjóðum upp á tvær tegundir af tilbúnum eldstæðisborðum og einnig er möguleiki að gera sitt eigið gaseldstæðiborð úr þeim íhlutum sem við bjóðum til sölu. Tegundirnar eru FUNI- STEINN og FUNI-GRANÍT.
Fengum við til samstarfs við okkur frábæra íslenska framleiðendur til að smíða borðplöturnar og undirstöður þeirra og flytjum inn viðurkenndar eldstæðispönnur og aðra tengda íhluti.
Við höfum sett saman góðar leiðbeiningar um meðhöndlun gaseldstæða sem finna má á heimasíðunni.
Við hvetjum þig til að hafa samband ef spurningar vakna á netfangið: omar@eldsteinar.is eða í síma 893 8164 (Ómar)
Hlýjar kveðjur,
Laufey Þóra Friðriksdóttir & Ómar Már Jónsson