Listi af öryggisatriðum sem skal hafa í huga hvað varðar notkun og uppsetningu á eldstæðum frá okkur.
Meðhöndlun gashylkja
- Gashylki skulu alltaf standa upprétt
- Ávallt skal loka fyrir gasið eftir notkun
- Varist að gashylkið verði fyrir hnjaski.
- Skiptið aldrei um gashylki nálægt opnum eldi
- Sjáið til þess að þrýstijafnarinn sé tryggilega festur á gashylkið
Tengibúnaður
Allur stjórnbúnaður og tengibúnaður fyrir eldstæðin er CE vottaður.
Miklu máli skiptir að allar leiðslur frá eldstæði að gashylki séu þéttar.
Ein leið til að ganga úr skugga með það er að úða sápuvökva á tengistaði. Ef engar loftbólur myndast er engin leki.
Loftöndun undir eldstæði
Mikilvægt er að það nái að lofta vel um borðstandinn sem eldstæðið hvílir á.
þrýstijafnari
Allir þrýstijafnarar frá Eldsteinum er CE vottaður. Stærð þrýstijafnara fyrir eldstæðin eru 37 mba sem skrúfaður er í gashylkið.
Gasslöngur
Allar gasslöngur frá Eldsteinum er CE vottaðar.
Algengt er að gasslanga endist í 2-5 ár en það getur þó verið afar misjafnt og veltur m.a. á sólarálagi. Góð regla er að kanna reglulega hvort það séu komnar sprungur í slönguna, t.d. alltaf þegar skipt er um gaskút. Það er gert með því að beygja slönguna og horfa eftir sprungum á ytra byrði hennar. Ef það eru sprungur á henni þarf að skipta henni út.