Vantar þig aðstoð?

Algengar spurningar

Þegar þú tekur ákvörðun um að fjárfesta í gas útieldstæði er margt sem þarf að hafa í huga.  Notkunar- og öryggismál sem tengjast eldi eru mikilvæg. Hér á eftir verður farið yfir helstu þættina.  

Gas útieldstæði eru fullkomlega örugg svo lengi sem farið er eftir þeim leiðbeiningum sem hér koma fram. Gas úti eldstæði eru jafnvel öruggari en varðeldur eða annar óvarinn eldur. 

Gas úti eldstæð1 byggja á mestu leyti á sama búnaði og úti gasgrill sem íslendingar þekkja vel.   Þau eru eingöngu til nota utandyra.  Ekki nota innandyra eða í lokuðu rými.  

Ólíkt viðar eða kola eldstæðum þar sem viður eða kol eru brennd gefa gas útieldstæðin ekki frá sér reyk, neista eða lykt. 

Mestu máli skiptir að logar úr eldstæðinu eigi ekki möguleika á að ná í eldsmat úr nærliggjandi umhverfi, né sé of nálægt timburveggjum eða, útveggjum sólpalls.

Mikilvægt er að vera með CE vottaðan eldstæðisbúnað og er stjórn- og tengibúnaður Eldsteina CE vottaður.   

Með því að kaupa yfirbreiðslu fyrir eldstæðið ertu að vernda það fyrir íslenskri verðáttu, auka öryggi og lengja líftíma eldstæðisins. 

Ef það eru spurningar sem vakna eftir að hafa kynnt þér öryggisþættina, ekki hika við að hafa samband.

Sjá öryggisleiðbeiningar okkar hér.

Já, á sama hátt og við notkun á gasgrillum á sólpöllum eða veröndum. Svo lengi sem það loftar vel um eldstæðið og að borðstandurinn sé ekki lokaður þannig að loft eigi greiða leið inn og út úr borðstandinum. 

Allir borðstandar frá Eldsteinum eru þannig hannaðir að loft á greiða leið inn og út úr borðstandinum.

Mikilvægt er að fólk eigi greiða leið að borðinu og frá því, þannig að umgengi um það sé sem þægilegust.

Best er að vera með það á sléttri steyptri plötu, steinhellum eða timburverönd. Einnig hægt að vera með á jöfnu undirlagi úr möl.

Einnig á grasverönd svo lengi sem almennra öryggisráðstafana er gætt og ekki er hætta á sinubruna. 

Ráðlagt er að vera með slökkvitæki nærtækt sem almennt öryggisatriði og á það við hvort sem er til öryggis vegna gas grilla eða gas útieldstæða.

BTU stendur fyrir British Thermal Units og lýsir því magni af orku sem þarf til að hækka eða lækka hita á einu pundi af vatni  ( 0,45 líter ) um eina gráðu Fahrenheit miðað við sjávarmál. Tæknilega séð getur BTU skýrt út bæði hitahækkun og hitalækkun þó aðallega sé einingin notuð til að skýra hitahækkun. Þessi mælieining hefur verið notuð í margar aldir og er enn. Mælieiningin er notuð til að lýsa varmaorku í gaseldavélum, eldstæðum eða gas hiturum svo eitthvað sé nefnt og er gefið upp með upplýsingum um eldstæði.

Því hærra sem BTU er því meiri hita gefur eldstæðið frá sér.  Sem dæmi þá er sagt að 1 BTU gefi frá sér svipaða varmaorku og eitt kerti.

Eldstæði nota mismikið BTU sem getur verið að hámarki (á fullum afköstum) á bilinu 40.000 til 100.000 BTU/klst.

BTU hefur áhrif á umfang eldsins og hæð hans.  Einnig hefur áhrif það magn súrefnis sem blandað er við gasið áður en það nær upp í brennarann með loftblandara nippli, (air flow valve), einnig gasþrýstingi og fleirum þáttum.

Mælt er með 5 kg plasthylki sem m.a. er selt í N1. Með því gas hylki er þrýstijafnarinn skrúfaður á gashylkið.  
Í Funa eldstæðisborðunum er gashylkið inn í borðinu en einnig er hægt að vera með gashylkið annars staðar á útisvæðinu og tengja með gas slöngu í eldstæðið. 

Það er tiltölulega einfalt að reikna það út ef þú veist hvað þú ert með mörg kg að gasi í fullum gaskút og þú veist BTU eldstæðispönnunar og tengibúnaði.  

Eitt kg. af gasi inniheldur sem nemur 47,932 BTU/klst varmaorku.

Algengastir eru 5. kg og 10. kg gaskútar.  Eldstæðin eru með lágþrýstis brennara og ef hann er t.d. gefinn upp 40.000 BTU/klst væri hámarksútkoma með 5 kg. gaskút á 100% flæði um 6 klst. með  239.932 BTU  (5 kg x 47.932 BTU)  239.932 / 40.000 sem gefur um 6. klst.  Almennt er verið að nota flæði um 30% – 50% af hámarks afkastagetu þannig að líklegra er að 5 kg. gashylki endist 10. – 12. klst. 

Ertu með aðra spurningu?

Sendu á okkur fyrirspurn

Search

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu tilboð og fréttir beint í póstholfið